• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
Jan

Hrognavinnsla Vignis Jónssonar hækkar laun frá 1. janúar

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni birti Verkalýðsfélag Akraness áskorun í bæjarblöðunum á Vesturlandi þar sem skorað var á öll vel fjárhagslega stæð fyrirtæki að standa við þann samning sem gerður var 17. febrúar 2008. Eins og flestir vita gekk samninganefnd ASÍ frá samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um frestun á launahækkunum sem áttu að taka gildi 1. janúar - 1. júní næstkomandi.

Eins og einnig kom fram hér á heimasíðunni hefur HB Grandi tilkynnt að þeir muni standa við þessa hækkun og nú rétt áðan hafði formaður samband við forsvarsmenn hrognavinnslu Vignis G. Jónssonar, en þar starfa á þriðja tug manna, og fékk hann þær upplýsingar að fyrirtækið muni einnig standa við þann samning sem gerður hafi verið.

Formaður tekur ofan fyrir þessum tveimur fyrirtækjum en nú hefur komið í ljós að þau eru búin að standa við þann samning sem gerður var 17. febrúar 2008 að öllu leyti sem þýðir á mannamáli að starfsmenn þessara fyrirtækja hafa ekki orðið af vel á annað hundrað þúsund króna vegna þess samkomulags sem ASÍ gerði við SA. Þær hækkanir sem um ræðir núna eru 6.500 kr. hækkun á launatöxtum og 2,5% launahækkun á kaupliði. Einnig eiga þeir sem ekki starfa eftir launatöxtum að fá 2,5% hækkun. Formaður vill ítreka þakklæti til áðurnefndra fyrirtækja og skorar jafnframt á önnur vel stæð útflutningsfyrirtæki að gera slíkt hið sama.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image