• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Ræðan frá Austurvelli Frá Austurvelli 16. janúar
21
Jan

Ræðan frá Austurvelli

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá flutti formaður félagsins ræðu á Austurvelli sl. laugardag, en Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland óskuðu eftir að formaður flytti ræðu á fundinum.

Á milli 600 og 700 manns mættu á Austurvöll og hefur formaður fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð við ræðunni. Formaður fjallaði meðal annars um pólítísk tengsl verkalýðshreyfingarinnar, stöðugleikasáttmálann, lífeyrissjóðsmál og Icesave. Formaður sagði m.a. í ræðu sinni:

"Ég vil byrja á því að upplýsa að sá sem hér stendur tilheyrir ekki neinum stjórnmálaflokki, enda er það mín skoðun að forystumenn í Verkalýðshreyfingunni eigi ekki undir nokkrum kringumstæðum að vera eyrnamerktir einhverjum einum ákveðnum stjórnmálaflokki. Enda eru forystumenn í Verkalýðshreyfingunni að vinna fyrir félagsmenn sem tilheyra öllum stjórnmálaflokkum.

Það er einnig gríðarlega mikilvægt að verkalýðshreyfingin sé hafin yfir allan vafa hvað varðar traust og trúverðugleika. En það gerir hún alls ekki með því að forystumenn í verkalýðshreyfingunni séu yfirlýstir stuðningsmenn einhverra ákveðinna stjórnmálaafla og noti verkalýðshreyfinguna til að koma sínum flokkspólítísku málum á framfæri.

Með öðrum orðum, verkalýðshreyfingin á að vinna að málefnum er lúta að hagsmunum launafólks algerlega óháð því frá hvaða stjórnmálaöflum slík málefni koma."

Hægt er að lesa ræðuna í heild sinni með því að smella hér. Einnig var fundurinn tekinn upp á myndband og þegar formanni hefur borist myndbandið þá mun ræðan verða birt í máli og mynd hér á heimasíðunni.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image