• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Jan

Fundað með forsvarsmönnum ISS

Í júlí á síðasta ári tók fyrirtækið ISS við rekstri mötuneytis og ræstinga hjá Elkem Ísland á Grundartanga af Fangi, sem var í 100% eigu Elkem Ísland. Krafa Verkalýðsfélags Akraness var að við þessa yfirtöku skyldu launakjör fyrrverandi starfsmanna Fangs haldast óbreytt, enda hafa þau verið með sambærilegum hætti og laun annarra starfsmanna á stóriðjusvæðinu.

Stóriðjusamningar eru að sumu leyti töluvert betri en gengur og gerist á hinum almenna vinnumarkaði, svo sem veikindaréttur, orlofs- og desemberuppbætur og fleira til. Á þeirri forsendu sýnir Verkalýðsfélag Akraness fulla hörku þegar kemur að því að fyrirtæki láta verktaka hafa verk á svæðinu, og krefst þess að launakjör skerðist á engan hátt við breytingarnar.

Þetta hefur gengið að flestu leyti við yfirtöku ISS á starfsemi Fangs, en þó ekki að öllu leyti og átti formaður félagsins og trúnaðarmaður starfsmanna því fund með Ragnari Árnasyni, lögmanni Samtaka atvinnulífsins og forsvarsmönnum ISS í gær þar sem farið var yfir þessi ágreiningsefni og Verkalýðsfélag Akraness gerði þeim félögum algerlega grein fyrir því að það yrði ekki liðið að öll þau kjaraatriði sem starfsmenn Fangs höfðu tapist á einn eða neinn hátt. Er málið nú til skoðunar hjá forsvarsmönnum ISS og vonast formaður eftir því að málið leysist án aðgerða.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image