• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
Dec

Fundað hjá ríkissáttasemjara

Samninganefndir stéttarfélaganna áttu í morgun fund með forsvarsmönnum Norðuráls í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn stóð stutt yfir þar sem samningsaðilar voru sammála um að lausn þyrfti að finnast á ágreiningi sem uppi er í einu máli og var því fundi frestað fram á miðvikudag í næstu viku.

Það er ljóst eins og staðan er í dag að ekki eru miklar líkur á að náist að vinna eftir þeirri viðræðuáætlun sem gerð var en í henni var kveðið á um að aðilar stefndu að því að nýr samningur yrði klár til undirritunar 15. desember. Formaður félagsins er því miður svartsýnn á að komin verði nýr samningur fyrir áramót en að sjálfsögðu munu samningsaðilar leita allra leiða til að svo geti orðið.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image