• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Dec

Fundað hjá ríkissáttasemjara á morgun

Á morgun verður haldinn sjöundi fundur vegna endurnýjunar kjarasamnings starfsmanna Norðuráls og verður fundurinn haldinn eins og áður í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni gerir viðræðuáætlun samningsaðila ráð fyrir því að búið verði að ganga frá nýjum kjarasamningi 15. desember og er morgunljóst að það mun ekki takast. Formaður ber verulegan kvíðboga fyrir því að þessar viðræður geti dregist framyfir áramót en ef að það gerist þarf að sjálfsögðu að tryggja það að þær launahækkanir sem taka eiga gildi 1. mars gildi frá þeim tíma þó svo að samningurinn dragist eitthvað framyfir áramót.

Verkalýðsfélag Akraness vill undirstrika enn og aftur hvert markmið félagsins er í þessum viðræðum en það er að jafna launakjörin við stóriðjur í sambærilegum iðnaði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image