• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Dec

Vinnumálastofnun vantar aukinn mannskap

Í gær var formaður félagsins í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis þar sem fjallað var um hversu langan tíma það getur tekið að afgreiða umsóknir þeirra sem atvinnulausir eru orðnir. Þess eru dæmi að það geti tekið allt að 4-6 vikur fyrir einstaklinga sem misst hafa atvinnu að fá greiðslu úr atvinnuleysistryggingasjóði.

Það er með öllu óásættanlegt að þetta skuli taka svona langan tíma en ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst vegna undirmönnunar hjá Vinnumálastofnun vítt og breitt um landið. Sem dæmi eru í dag á Vinnumálastofnun hér á Akranesi starfandi jafnmargir starfsmenn og fyrir 3 árum síðan þegar það voru rúmlega 80 manns á atvinnuleysisskrá en í dag eru tæplega 600 manns skráðir atvinnulausir. Á þessu sést að álagið sem er á starfsfólki Vinnumálastofnunnar er gríðarlegt og það er skylda ríkisstjórnar Íslands að skapa Vinnumálastofnun það rekstrarumhverfi sem til þarf.

Það er einnig óþolandi og ólíðandi að fólk sem að missir atvinnu sína skuli þurfa að bíða jafnlengi eftir sínum rétti hjá atvinnuleysistryggingasjóði eins og raun ber vitni. Því er krafan sú að starfsfólki Vinnumálastofnunnar verði fjölgað án tafar þannig að atvinnuleitendur þurfi ekki að lenda í því að bíða eftir sínum greiðslum lengur en þörf er á.

Formanni er fullkunnugt um að starfsfólkið hér á Vinnumálastofnun á Akranesi er að sinna sínu starfi af eins mikilli kostgæfni og mögulegt er en sökum undirmönnunar komast þau ekki yfir þau verkefni sem fyrir þeim liggja sökum mikils álags.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image