• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Ágreiningur um kauptryggingu skipverja leystur Myndin tengist fréttinni ekki beint
17
Dec

Ágreiningur um kauptryggingu skipverja leystur

Verkalýðsfélag Akraness leysti ágreining við útgerðarfyrirtæki í gær en deilan stóð um hvort skipverjar á uppsjávarskipi ættu rétt á kauptryggingu í 20 daga stoppi. Útgerðin neitaði að greiða áðurnefndum skipverjum tryggingu á umræddu tímabili á þeirri forsendu að skipverjar hefðu ekki skilað vinnu um borð í skipinu.

Útgerðin vísaði málinu til lögmanns Landssambands íslenskra útvegsmanna sem átti að gæta hags útgerðarinnar í þessu máli. Verkalýðsfélag Akraness mótmælti harðlega þessari ákvörðun og færði rök fyrir sínu máli og í kjölfarið á þeirri ábendingu félagsins varð niðurstaðan sú að útgerðin og LÍÚ féllust á að skipverjarnir ættu rétt á kauptryggingunni. Nú hafa skipverjarnir fengið kauptrygginguna greidda og nemur heildarupphæðin tæplega einni og hálfri milljón króna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image