• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
28
Dec

Ályktun um sjómannaafsláttinn samþykkt

Rétt í þessu var að ljúka aðalfundi sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa var samþykkt ályktun vegna áforma ríkisstjórnar Íslands um að afnema sjómannaafsláttinn. Í ályktuninni segir meðal annars:

Aðalfundur sjómannadeildar hvetur alla sjómenn til að standa þétt saman í því að koma í veg fyrir þessi áform og mun sjómannadeild Verklýðsfélags Akraness ekki skjóta sér undan þeirri ábyrgð ef samstaða næst um aðgerðir til varnar sjómannaafslættinum.

Formaður félagsins fór yfir hin ýmsu mál er lúta að sjómannadeildinni og upplýsti fundarmenn um mikilvægi þess að kynna sér það sem félagið býður upp á, bæði er lýtur að sjúkrasjóði sem og greiðslum úr starfsmenntunarsjóði Sjómenntar og einnig aðra þjónustu sem félagið býður upp á. Farið var vítt og breitt um réttindamál sjómanna og voru fundarmenn sammála um mikilvægi þess að vanda vel til kjarasamningsgerðar en kjarasamningur sjómanna er laus eftir rétt rúmt ár.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image