• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
30
Dec

356 Akurnesingar án atvinnu

Það þarf að fara alveg aftur til ársins 1995 til að finna álíka mikið atvinnuleysi hér á Akranesi eins og staðan er í dag. Nú eru 356 Akurnesingar án atvinnu og er skipting á milli kynja nokkuð jöfn. Þessu til viðbótar eru 26 einstaklingar án atvinnu í svæðisnúmeri 301 sem eru nærsveitirnar hér í kringum Akranes.

Á Vesturlandi öllu eru 617 án atvinnu og er það gríðarleg fjölgun ef litið er til síðustu þriggja ára og álag á starfsmenn Vinnumálastofnunnar er mjög mikið en starfsmannafjöldi er jafnmikill nú og var fyrir þremur árum síðan þegar atvinnuleysið á Vesturlandi öllu var innan við 100 manns. Það er skýlaus krafa Verkalýðsfélags Akraness að starfsmönnum Vinnumálastofnunnar verði sköffuð þau starfsskilyrði svo viðunandi sé, bæði fyrir starfsmenn og síðast en ekki síst fyrir atvinnuleitendur.

Á þessu sést að staðan er nokkuð alvarleg þó svo að á okkar atvinnusvæði sé ástandið mun betra en á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Það fjölgaði til dæmis um 15 manns í fiskvinnslu HB Granda eins og fram kom hér á heimasíðunni í gær og einnig hefur stóriðjan á Grundartanga haldið lífæð atvinnulífsins gangandi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image