• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Góður jólatrúnaðarráðsfundur haldinn í gær Ásmundur Uni heiðraður
30
Dec

Góður jólatrúnaðarráðsfundur haldinn í gær

Hinn árlegi jólatrúnaðarráðsfundur Verkalýðsfélags Akraness var haldinn í gær. Meginefni fundarins var að formaður gerði grein fyrir því ári sem nú er senn á enda og einnig hafði stjórn félagsins ákveðið að heiðra gamlan baráttumann félagsins, Ásmund Una Guðmundsson, en hann hefur verið viðriðinn stjórn félagsins með einum eða öðrum hætti frá árinu 1965.

Fram kom í máli formanns að árið í ár væri búið að vera afar viðburðaríkt í ljósi þess ástands sem nú ríkir í íslensku efnahags- og atvinnulífi. Fór formaður yfir frestun á þeim launahækkunum sem áttu að taka gildi á síðasta ári samkvæmt kjarasamningi frá 17. febrúar 2008 en eins og allir vita hefur Verkalýðsfélag Akraness mótmælt harðlega því samkomulagi sem samninganefnd ASÍ og Samtök atvinnulífsins gengu frá bæði í febrúar og í júní. Það kom fram í máli formanns að það sé með ólíkindum að samninganefnd ASÍ skuli hafa gefið vel stæðum útflutningsfyrirtækjum tækifæri til að koma sér hjá þeim kjarasamningi sem um var samið á árinu 2008. Það kom einni fram í máli formanns að verkafólk sem ekki fékk sínar launahækkanir samkvæmt samningnum hafi orðið af fjárhæð sem nemur á annað hundrað þúsund króna vegna þessarar linkindar samninganefndar ASÍ.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image