• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Nov

Sátt hefur náðst við Akraneskaupstað

Formaður félagsins ásamt Magnúsi Norðdahl, lögmanni ASÍ, funduðu í morgun með lögmanni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Jóni Pálma Pálmasyni bæjarritara Akraneskaupstaðar.

Tilefni fundarins var það að bæjaryfirvöld á Akranesi höfðu í sparnaðarskyni stytt opnunartíma íþróttamannvirkja Akraneskaupstaðar umtalsvert með töluverðri tekjuskerðingu fyrir starfsmenn. Í framhaldi af þessari styttingu tóku yfirvöld ákvörðun um að heimila íþróttaiðkun í íþróttahúsinu á Vestugötu tvisvar sinnum í viku klukkutíma í senn án þess að starfsmenn bæjarins væru til staðar.

Bæjaryfirvöld ætluðu sér með öðrum orðum að láta sjálfboðaliða ganga í störf starfsmanna íþróttamannvirkja, störf sem þeir hafa sinnt undanfarin ár og áratugi.  Þessu mótmælti Verkalýðsfélag Akraness harðlega í bréfi til bæjaryfirvalda (sjá hér).

Niðurstaða fundarins var afar jákvæð, en bæjaryfirvöld hafa ákveðið að frá og með miðjum desember verði horfið frá þessari opnun þar sem starfsmenn bæjarins eru ekki til staðar. Hér var um gríðarlega mikla hagsmuni að ræða fyrir starfsmenn Akraneskaupstaðar. Það var ekki hægt að láta það átölulaust að sjálfboðaliðar gengju í störf starfsmanna enda hefði málið klárlega getað orðið fordæmisgefandi. Því ákvað Verkalýðsfélag Akraness að fara í málið af fullri hörku með hagsmuni félagsmanna sinna að leiðarljósi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image