• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Oct

Ársfundur Starfsgreinasambands Íslands hefst á morgun

Ársfundur Starfsgreinasambands Íslands mun hefjast á morgun á Hótel Selfossi. Það er alveg ljóst að fjölmörg mál verða til umræðu á ársfundinum en að sjálfsögðu munu mál er lúta að stöðu kjaramála, skuldsetningu heimilanna og aukinni skattbyrði á almenning verða til umræðu á þinginu.

Það er alveg ljóst að almennt verkafólk sem gekk frá hófstilltum kjarasamningi þann 17. febrúar 2008 getur ekki tekið á sig meiri byrðar en orðið er. Nú þegar hefur almennt verkafólk verið þvingað til að fresta og afsala sér þeim hófstilltu launahækkunum sem áttu að taka gildi 1. mars sl. Það er alveg klárt að þessi mál munu verða til umræðu á þinginu en afstaða Verkalýðsfélags Akraness til frestunarinnar á sínum tíma var skýr, að þeir atvinnurekendur sem hefðu til þess fjárhagslega burði ættu að standa við gerða samninga, en félagið var að sjálfsögðu tilbúið að sína þeim fyrirtækjum sem áttu í rekstrarerfiðleikum svigrúm til að vinna úr sínum málum.

Það verður væntanlega líka til umræðu sú ákvörðun að ekki skyldi hafa verið farið með það samkomulag sem gert var um frestun áður umsaminna launahækkana í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal þeirra félagsmanna sem unnu eftir viðkomandi kjarasamningi. En það var mat félagsins á sínum tíma að slíkt stæðist enga skoðun.

Staðan er einfaldlega þannig í dag að almennum launþegum er vítt og breitt að blæða út sökum þess ástands sem nú ríkir í íslensku efnahags- og atvinnulífi og nú stendur til að skattpína almenna launþega um 63 milljarða á næsta ári ef marka má fyrirliggjanda fjárlagafrumvarp fyrir árið 2010.

Fulltrúar Verkalýðsfélags Akraness á ársfund SGS eru eftirfarandi:

Vilhjálmur Birgisson

Skúlína Guðmundsdóttir

Guðrún Linda Helgadóttir

Tómas Rúnar Andrésson

Jón Jónsson

Jóna Adolfsdóttir

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image