• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Baráttan um sólarkísilflöguverksmiðju tapast endanlega ef Elkem Ísland á Grundartanga
14
Oct

Baráttan um sólarkísilflöguverksmiðju tapast endanlega ef

Baráttan um að fá nýja sólarkísilflöguverksmiðju á Grundartanga sem Elkem Ísland er að berjast fyrir mun tapast endanlega ef nýr Orku-, umhverfis- og auðlindaskattur verður að veruleika. Þetta kom meðal annars fram í máli forstjóra Elkem Íslands, Einars Þorsteinssonar, á fundi með þingmönnum Norðvestur kjördæmis á föstudaginn var.

Elkem Ísland er í baráttu um að fá þessa verksmiðju hingað til lands við Kanada og eitt Asíuríki. Þessi nýja verksmiðja myndi skila 350 nýjum störfum, þar á meðal yrði töluvert af hátæknistörfum verksmiðjunni tengdri. Það kom einnig fram í máli Einars að ef þessi skattur verður að veruleika er verið að setja núverandi störf starfsmanna Elkem Ísland í umtalsverða hættu. Þessi nýi skattur mun þýða um tveggja milljarða aukaskatt á fyrirtækið en eins og fram hefur komið á heimasíðunni hefur fyrirtækið aldrei skilað slíkum hagnaði frá stofnun þess.

Það kom að lokum fram í máli Einars að fyrirtækið hefur fjárfest hér á landi á undanförnum misserum fyrir um 8 milljarða króna og nýverið var tekin ákvörðun um að ráðast í gagngerar endurbætur á ofni 3 sem er stærsti ofninn. Hann tjáði einnig á fundinum að ef þessi fyrirhugaði skattur hefði verið til staðar þegar ákvörðun um viðhald á ofni 3 var tekin hefðu eigendur fyrirtækisins að öllum líkindum tekið ákvörðun um að slökkva á ofninum sem hefði þýtt að rúmlega 30 manns hefðu hugsanlega misst atvinnu sína.

Þessi vanhugsaði skattur er formanni Verkalýðsfélags Akraness óskiljanlegur í ljósi þess að verið er að setja rekstrargrundvöll stóriðjufyrirtækja í stórhættu og þar af leiðandi störf starfsmannanna líka. Það er mat formanns að hér sé Ríkisstjórn Íslands að kasta meiri hagsmunum fyrir minni.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image