• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Oct

Hluti stjórnarmanna VR styður tillögu Verkalýðsfélags Akraness sem lögð verður fyrir ársfund ASÍ

Skrifstofu Verkalýðsfélags Akraness barst rétt í þessu stuðningsyfirlýsing vegna tillögu VLFA um stóraukið lýðræði við val á stjórnarmönnum lífeyrissjóðanna. Yfirlýsingin er frá hluta af stjórnarmönnum VR, sem er eitt stærsta félagið innan Alþýðusambands Íslands.

Það er afar ánægjulegt að fá þessa stuðningsyfirlýsingu nú þegar einungis þrír dagar eru þar til ársfundur Alþýðusambands Íslands hefst. Þar mun tillaga VLFA einmitt verða tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur tekið tillögu VLFA til umsagnar og samþykkir því miður einungis fyrri hluta tillögunnar og leggur til að staðið verði fyrir almennri umræðu aðildarfélaga ASÍ með það að markmiði að leggja drög að endurskoðaðri stefnu ASÍ í lífeyrismálum.

Seinni hluta tillögu VLFA, sem skiptir hvað mestu máli og lýtur að breytingu á reglugerðum sjóðanna þannig að sjóðsfélagar kjósi stjórnarmenn beinni kosningu, er miðstjórn ASÍ ekki tilbúin til að samþykkja. Þessi afstaða miðstjórnar er stjórn VLFA óskiljanleg. Í umsögn miðstjórnar ASÍ er lagt til að seinni hluti tillögu VLFA verði ekki tekinn fyrir sérstaklega á ársfundinum en tillagan verði hins vegar til umfjöllunar í almennri umræðu meðal aðildarfélaga ASÍ um lífeyrismál. Miðstjórn telur hins vegar ekki ástæðu til að gefa sér fyrirfram neina niðurstöðu í þeirri vinnu er lýtur að breytingum á stjórnarskipun lífeyrissjóðanna.

Hægt er að lesa tillögu stjórnar og trúnaðarráðs VLFA hér.

Hægt er að lesa umsögn ASÍ hér.

Hægt er að lesa stuðningsyfirlýsingu fulltrúa VR hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image