• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Oct

Ársfundur Alþýðusambands Íslands hefst í dag

Ársfundur Alþýðusambands Íslands hefst í dag. Fulltrúar Verkalýðsfélags Akraness á ársfundinn eru Þórarinn Helgason, Jóna Adolfsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Bryndís Guðjónsdóttir, Jón Jónsson og Vilhjálmur Birgisson.

Yfirskrift fundarins er: byggjum réttlátt þjóðfélag þar sem áherslan verður á hag heimilanna, efnahags- og kjaramál og atvinnumál og samfélagslega ábyrgð. Auk þess er viðbúið að til umræðu á ársfundinum verði stöðugleikasáttmálinn, endurskoðun kjarasamninga og tillaga stjórnar og trúnaðarráðs Verkalýðsfélags Akraness um breytingar á samningi um lífeyrismál.

Tillaga Verkalýðsfélags Akraness gengur út á það að miðstjórn Alþýðusambands Íslands verði falið að vinna að því að atvinnurekendur hverfi úr stjórnum lífeyrissjóða og að unnið verði að breytingum á reglugerðum sjóðanna með þeim hætti að sjóðsfélagar kjósi sér stjórnarmenn með beinni kosningu. 

Hægt að lesa tillöguna með því smella hér.

Nánari upplýsingar um ársfundinn má finna hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image