• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Sep

Einhugur hjá starfsmönnum Sementsverksmiðjunnar

Guðjón Guðjónsson aðaltrúnaðarmaður og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherraGuðjón Guðjónsson aðaltrúnaðarmaður og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherraAllir 45 starfsmenn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi samþykktu í atkvæðagreiðslu í gær að ganga að tilboði fyrirtækisins um að fara í hálft starf frá 1. nóvember til 1. febrúar næstkomandi. Allir sem einn starfsmenn fyrirtækisins fara í hálft stöðugildi þennan tíma og gildir það jafnt um framkvæmdastjóra sem alla aðra starfsmenn.

Stjórnendur og starfsmenn verksmiðjunnar funduðu síðastliðinn föstudag ásamt formanni Verkalýðsfélags Akraness og forstöðumanni Vinnumiðlunarinnar á Vesturlandi.

Það er ríkir mikill einhugur í röðum starfsmanna Sementsverksmiðjunnar að standa vörð um fyrirtækið í þeim þrengingum sem nú ríkja á byggingamarkaði og við atkvæðagreiðsluna kom það berlega í ljós.

Fjölmargir starfsmenn verksmiðjunnar hafa áratuga langan starfsaldur að baki og vilja þeir með þessu leggja sitt af mörkum til þess að fyrirtækið lifi af þær hremmingar sem nú ríða yfir byggingarmarkaðinn.

Í byrjun febrúar verður farið í ofnstoppsvinnu og gert ráð fyrir að hún taki um einn mánuð. Því má gera ráð fyrir að kveikt verði upp í ofni verksmiðjunnar í byrjun mars en sem fyrr verður ástandið á byggingamarkaðinum og eftirspurn eftir innlendu sementi sem ræður því.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image