• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Sep

Var tilgangurinn að koma Sementsverksmiðjunni út af sementsmarkaðnum?

Ráðherrar í heimsókn í verksmiðjunni fyrir fáeinum dögum síðanRáðherrar í heimsókn í verksmiðjunni fyrir fáeinum dögum síðanEins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hafa starfsmenn Sementsverksmiðjunnar samþykkt að fallast á tillögur framkvæmdastjóra verksmiðjunnar um að minnka starfshlutfall tímabundið niður í 50%. Þetta gera starfsmenn vegna þeirra erfiðleika sem fyrirtækið á nú við að etja sökum mikils samdráttar á byggingarmarkaði og ekki síður vegna þeirra grunsemda um að Aalborg Portland hafi hér á landi stundað undirboð á sementsmarkaðnum.

Það er staðreynd studd gögnum að danska fyrirtækið hefur selt sement undir markaðsvirði þegar það var að koma undir sig fótunum hér á landi. Rétt er að rifja upp viðtal í Nordjyllands Stiftstidende við forstjóra Aalborg Portland í Danmörku, Sören Vinter, í september 2002 kom fram sú gífurlega áhersla sem fyrirtækið legði á íslenska markaðinn enda hefði það náð 25 prósenta hlutdeild á aðeins tveimur árum. Í viðtalinu segir forstjórinn að hann líti á Ísland sem heimamarkað Aalborg Portland. Hann gekk svo langt að segja að til langs tíma litið yrði ekki pláss fyrir bæði Aalborg Portland og Sementsverksmiðjuna á íslenska markaðnum og Aalborg Portland sæi ákveðin tækifæri í yfirtöku á rekstri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi.

Það er margt sem bendir til þess að það hafi verið tilgangur Aalborg Portland að koma Sementsverksmiðjunni út af markaðnum ef mark er takandi á viðtalinu hér að ofan.

Að sjálfsögðu eigum við Íslendingar að styða íslenska framleiðslu, verja íslensk störf og tryggja það að erlendir aðilar komi ekki hér inn á íslenskan markað og drepi niður íslenska framleiðslu með undirboðum sem einungis yrðu tímabundin.

Hægt er að lesa bréf framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar til viðskiptaráðs með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image