• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
10
Aug

Mikil vinna í frystihúsi HB Granda

Töluverð vinna hefur verið í frystihúsi HB Granda hér á Akranesi í sumar og var t.d unnið alla virka daga í júlí frá 6 að morgni til 18 að kveldi.  Síðustu tvö sumur hefur frystihúsinu verið lokað í allt 6 vikur vegna sumarleyfa, en í ár var ekki nein sumarlokun.

Það að ekki skyldi vera sumarlokun hafði jákvæð áhrif fyrir skólakrakkana og fengu vel á annan tug unglinga vinnu í sumar hjá HB Granda.  Þessi mikla vinna mun klárlega hjálpa unglingunum að stunda námið sitt í vetur og léttir á útgjöldum foreldra þeirra unglinga sem fengu vinnu hjá HB Granda í sumar, sem er afar jákvætt því víða hefur greiðslubyrði heimilanna aukist gríðarllega að undanförnu.

Starfsmenn HB Granda tjáðu formanni félagsins sem fór í vinnustaðaheimsókn í gær að verið væri að vinna Þorsk sem fluttur sé erlendis í flugi til Belgíu og Þýskalands.  Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að þær gengisbreytingar sem orðið hafa á gjaldmiðlinum er klárlega að hjálpa fyrirtækjum sem selja sínar afurðir erlendis umtalsvert.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image