• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
20
Aug

Reiðin kraumar á meðal almennings

Íslensk stjórnvöld verða að koma skuldsettum heimilum til hjálparÍslensk stjórnvöld verða að koma skuldsettum heimilum til hjálparFormaður Verkalýðsfélags Akraness telur það afar brýnt að íslensk stjórnvöld grípi tafarlaust til almennra ráðstafana til að leiðrétta verðtryggð og gengistryggð lán heimilanna.   Það er morgunljóst að forsendur að baki lánunum eru löngu brostnar og sífellt fleiri heimili landsins stefna í mjög alvarlegan greiðsluvanda.

Eins og fjallað hefur verið um hér á heimasíðunni áður þá geta heimili þessa lands alls ekki staðið undir því að horfa uppá hækkun á gengistryggðum húsnæðis og bílalánum sem nema í sumum tilfellum hækkunum yfir eitthundrað prósentum.

Það liggur fyrir að verið er að afskrifa skuldir fyrirtækja í stórum stíl á sama tíma og afskriftir fyrirtækja á sér stað segja stjórnvöld að ekki sé grundvöllur til að leiðrétta skuldir almennings.  

Það er einnig morgunljóst að almenningur er búin að fá nóg að því misrétti sem ríkt hefur í þessu landi á undanförnum áratugum.  Það liggur fyrir að það er búið að hygla fjármagnseigendum vel á undanförnum árum með afar háum innlánsvöxtum allt á kostnað þeirra sem skulda.  Þessu til viðbótar tryggðu stjórnvöld innistæður fjármagnseigenda með fjármunum almennings þegar lagðir voru 200 milljarðar í peningamarkaðssjóði í kjölfarið á bankahruninu. 

Að leiðrétta skuldir heimilanna virðist ekki koma til greina að hálfu stjórnvalda.  Slagorð eins og velferðabrú og slá skjaldborg um heimilin hafa verið orðin tóm til þessa.  Er það að slá skjaldborg um heimilin að ríki, sveitarfélög, verslunareigendur, tryggingafélög og aðrir þjónustuaðilar varpi sínum vanda út í verðlagið á meðan launþegar þurfa ekki aðeins að taka við gríðarlegri aukningu á greiðslubyrði heldur einnig að sæta skerðingum á sínum launakjörum?. Vart getur þetta verið velferðabrúin og skjaldborgin sem íslensk stjórnvöld eru ætíð að tala um.


Formaður finnur í sínu starfi að það er farið að krauma veruleg reiði á meðal verkafólks og almennings í þessu landi með það aðgerðaleysi sem virðist ríkja við að koma skuldsettum heimilum til hjálpar.  Stjórnvöld verða að taka á vanda heimilanna til að koma í veg fyrir að allt sjóði upp úr í haust og vetur.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image