• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Aug

Sementsverksmiðjan berst fyrir lífi sínu

Störf í hættuStörf í hættuÞað er óhætt að segja að sá mikli samdráttur sem nú er að eiga sér stað á byggingarmarkaðnum í kjölfar bankahrunsins sé að gera starfssemi Sementsverksmiðjunnar erfitt fyrir en töluverður samdráttur hefur verið á sölu sements á þessu ári.

Viðræður standa nú yfir við forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar um að lækka starfshlutfall starfsmanna tímabundið niður í 50% vegna þess samdráttar sem nú á sér stað í sölu á sementi.

Það vekur upp mikla furðu hjá formanni Verkalýðsfélags Akraness og starfsmönnum Sementsverksmiðjunnar að fyrirtæki sem er í eigu íslenska ríkisins skuli kaupa innflutt  sementi frá Danmörku á sama tíma verksmiðjan hér á Akranesi berst fyrir lífi sínu.

Það er Aalborg Portland Helguvík sem er íslenskt fyrirtæki í eigu Dana sem flytur inn sement frá Danmörku og hafa verið flutt inn rúm 20 þús tonn á þessu ári að verðmæti ca 240 milljóna í gjaldeyri.  Í fyrra var flutt inn um 111 þúsund tonn af dönsku sementi.

Helsti kúnni Aalborg sem flytur inn danska sementið er Steypustöðin h.f sem er í eigu Íslandsbanka og eins og flestir vita er Íslandsbanki í eigu ríkisins.

Það vekur einnig um mikla furðu að verið er að nota innflutt dansk sement í Hellisheiðarvirkjun sem Orkuveitan er að gera en rétt er að geta þess að Akranesbær á 5 % í Orkuveitunni.  Það er einnig verið að nota danska steypu við brúarsmíði yfir Hvítá á vegum Vegagerðar ríkisins. 

Það er ámælisvert að opinberir aðilar eins og ríkið og Orkuveita Reykjavíkur skuli ekki styðja íslenska framleiðslu og um leið leggja grunn að trygggari starfsemi Sementsverksmiðjunnar sem hefur þjónað okkur Íslendingum allt frá árinu 1958 eða í rúm 50 ár.

Sementsverksmiðjan á Akranesi hefur frá upphafi skilað þjóðinni miklum arði. Hún hefur framleitt rúmlega 5,5 milljónir tonna af sementi úr innlendu hráefni og sparað þjóðinni þann gjaldeyri sem annars hefði verið varið til innflutnings á sementi. Verði stoðunum kippt undan starfsemi verksmiðjunnar mun það hafa alvarlegar afleiðingar.  Um 50 manns og um 90 afleidd störf glatast, tækniþekking sem byggð hefur verið upp á síðustu áratugum verður að engu og sement sem er aðlagað að þörfum íslensks markaðar, víkur fyrir innfluttu sementi.  Rétt er að geta þess að íslenska sementið er um 95% íslenskt hráefni.

Það verður að standa vörð um þá framleiðslu og störf sem unnin er í Sementverksmiðjunni hér á Akranesi með öllum tiltækum ráðum enda hefur hún skilað íslensku samfélagi miklum arði og sparað gríðarlegan gjaldeyrir fyrir þjóðarbúið.  Íslenskt atvinnulíf má alls ekki við því að tapa fleirum störfum en orðið er og því verðum við að styðja íslenska framleiðslu.

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hvetur ríkisstjórn Íslands til að standa vörð um Sementsverksmiðjunna og sjá til þess að fyrirtæki í eigu ríksins styðji íslenska framleiðslu og um leið noti íslenskt sement.  Veljum Íslenskt.

Rætt var við formann félagsins í Reykjavík síðdegis í gær um málefni Sementsverksmiðjunnar. Hlusta hér

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image