• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Aug

Umhverfisráðherra fundar með starfsmönnum Sementverksmiðjunnar

Eins og fram kom hér á heimasíðunni fyrir helgi þá berst Sementsverksmiðjan fyrir lífi sínu sökum mikils samdráttar á byggingarmarkaðnum.

Hafa forsvarsmenn verksmiðjunnar óskað eftir því við starfsmenn að starfshlutfall starfsmanna verði lækkað tímabundið niður í 50% til að mæta þeim samdrætti sem nú blasir við.  Formaður Verkalýðsfélags Akraness og fulltrúi frá Vinnumálastofnunar munu funda með starfsmönnum á föstudaginn kemur vegna þessar óskar forsvarsmanna Sementsverksmiðjunnar.

Það kom einnig fram hér á heimsíðunni að það hafi vakið upp mikla furðu hjá formanni Verkalýðsfélags Akraness og starfsmönnum Sementsverksmiðjunnar að fyrirtæki sem er í eigu íslenska ríkisins skuli kaupa innflutt  sementi frá Danmörku á sama tíma verksmiðjan hér á Akranesi berst fyrir lífi sínu.

Það er Aalborg Portland Helguvík sem er íslenskt fyrirtæki í eigu Dana sem flytur inn sement frá Danmörku og hafa verið flutt inn rúm 20 þús tonn á þessu ári að verðmæti ca 240 milljóna í gjaldeyri.  Í fyrra var flutt inn um 111 þúsund tonn af dönsku sementi.

Helsti kúnni Aalborg sem flytur inn danska sementið er Steypustöðin h.f sem er í eigu Íslandsbanka og eins og flestir vita er Íslandsbanki í eigu ríkisins.

Það vekur einnig mikla furðu að verið er að nota innflutt danskt sement í Hellisheiðarvirkjun sem Orkuveitan er að gera en rétt er að geta þess að Akranesbær á 5 % í Orkuveitunni.  Það er einnig verið að nota danska steypu við brúarsmíði yfir Hvítá á vegum Vegagerðar ríkisins.

Starfsmenn Sementsverksmiðjunnar hafa boðið Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra í heimsókn þar sem umhverfisráðherranum verður sýnd verksmiðjan og einnig munu starfsmenn ræða þann vanda sem verksmiðjan stendur frami fyrir í kjölfarið á samdrættinum á byggingarmarkaðnum.  Nú liggur fyrir að umhverfisráðherra hefur þegið boðið og mun heimsókin eiga sér stað á fimmtudaginn nk. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image