• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
25
Aug

Verður velferðabrúin byggð úr dönsku sementi?

Ríkisstjórn Íslands verður að standa vörð um SementsverksmiðjunnaRíkisstjórn Íslands verður að standa vörð um SementsverksmiðjunnaUmfjöllun Verkalýðsfélags Akraness um rekstrarerfiðleika Sementverksmiðjunnar sökum samdráttar á byggingarmarkaði og að ríkið og opinberir aðilar eru að nota innflutt danskt sement á sama tíma og verksmiðjan berst fyrir lífi sínu hefur vakið gríðarleg viðbrögð. 

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók málefni Sementsverksmiðjunnar á Akranesi til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann segir alvörumál verði Íslendingar háðir innflutningi á sementi. Mjög mikilvægt sé að grípa til aðgerða til að tryggja framtíð íslenskrar sementsframleiðslu.  Formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnar innilega þessum jákvæðu viðbrögðum ráðherrans.

Rétt er að geta þess enn og aftur að Sementsverksmiðjan á Akranesi hefur frá upphafi skilað þjóðinni miklum arði. Hún hefur framleitt rúmlega 5,5 milljónir tonna af sementi úr innlendu hráefni og sparað þjóðinni þann gjaldeyri sem annars hefði verið varið til innflutnings á sementi. Verði stoðunum kippt undan starfsemi verksmiðjunnar mun það hafa alvarlegar afleiðingar.  Um 50 manns og um 90 afleidd störf glatast, tækniþekking sem byggð hefur verið upp á síðustu áratugum verður að engu og sement sem er aðlagað að þörfum íslensks markaðar, víkur fyrir innfluttu sementi.  Rétt er að geta þess að íslenska sementið er um 95% íslenskt hráefni.

Það verður að standa vörð um þá framleiðslu og störf sem unnin er í Sementverksmiðjunni hér á Akranesi með öllum tiltækum ráðum enda hefur hún skilað íslensku samfélagi miklum arði og sparað gríðarlegan gjaldeyrir fyrir þjóðarbúið.  Íslenskt atvinnulíf má alls ekki við því að tapa fleiri störfum en orðið er og því verðum við að styðja íslenska framleiðslu.

Núverandi stjórnvöld hafa margítrekað bæði fyrir og eftir kosningar að slegin verði skjaldborg um fyrirtæki og heimili þessa lands og einnig að byggð verði svokölluð velferðarbrú.  Því miður stefnir allt í að VELFERÐARBRÚIN verði byggð úr dönsku sementi ef ríkið heldur áfram að stuðla að innflutningi á dönsku sementi.

Fjallað hefur verið um málið á vef rúv skoða hér.  Einnig var fjallað um málið í Fréttablaðinu í dag og á eyjunni.is skoða hér

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image