• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
31
Aug

Laun eða starfshlutfall hafa verið skert hjá 35% launafólks

Ríflega þriðjungur eða 35% þeirra sem eru í launaðri vinnu hafa lent í því að laun eða starfshlutfall hefur verið skert frá hruni bankanna í október.  Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ í júní.

Flestir eða rúmlega 18% hafa lent í launalækkun, hjá 9% hefur vinnutími verið styttur og 8% hafa orðið fyrir annarskonar skerðingu.  Þetta er mikil aukning frá því í desember 2008 þegar 21% launafólks hafði orðið fyrir í slíkri skerðingu.

Mun fleiri karlar en konur hafa lent í skerðingu launa og/eða starfshlutfalls og þá vekur athygli að 40% iðnaðarmanna hafa orðið fyrir því að laun hafa verið lækkuð eða vinnutími styttur.  Þá hafa þeir sem eru með laun yfir 550 þúsund á mánuði frekar lent í launalækkun en þeir sem hafa lægri laun.  Nákvæmt niðurbrot svara við spurningu um skerðingu launa og starfshlutfalls má sjá hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image