• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Írskir dagar framundan Götugrill verða víða um bæinn í kvöld
03
Jul

Írskir dagar framundan

Írskir dagar hófust formlega í morgun þegar tæplega 200 börn frá leikskólum bæjarins komu saman í miðbænum, sungu og skemmtu sér. Hver leikskóli var klæddur í litum írska fánans og saman mynduðu börnin fánann á miðju Merkurtúninu. Þaðan var haldið í skrúðgöngu á Akratorg þar sem börnin tóku lagið með Gísla S. Einarssyni, bæjarstjóra og öðrum gestum sem fjölmenntu á torgið.

Mikið er um að vera í bænum núna um helgina, götugrill, kvöldvaka, tívolí, sandkastalakeppni, Akraneshlaupið og fjölskyldudagskrá í Skógræktinni er aðeins brot af því sem boðið verður upp á, lifandi tónlist verður út um allan bæ að ógleymdri Lopapeysunni víðfrægu. Dagskrána í heild sinni má finna hér.

Bæjarhátíðir sem þessi hafa fest sig í sessi víða um land og af samtölum við Skagamenn að dæma þá hafa þeir margir myndað sterkar taugar til þessarar skemmtilegu helgar og hefur hennar greinilega verið beðið með miklum spenningi á mörgum heimilum hér í bæ. 

Það er ekki síst á erfiðum tímum sem þessum sem nauðsynlegt er að lyfta sér upp öðru hverju, gleyma amstri hversdagsins og njóta þess að vera til.

Stjórn og starfsfólk Verkalýðsfélags Akraness vill því hvetja félagsmenn sína til njóta komandi daga með jákvæðu viðhorfi, skemmta sér og sínum og lifa lífinu af hjartans lyst.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image