• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
VLFA hefur innheimt yfir hálfan milljarð fyrir félagsmenn frá árinu 2003 Skrifstofa Verkalýðsfélags Akraness
08
Sep

VLFA hefur innheimt yfir hálfan milljarð fyrir félagsmenn frá árinu 2003

Það er óhætt að segja að nóg hafi verið að gera við að verja réttindi félagsmanna þessari viku en í heildina hefur þessi réttindavarsla skilað sjö félagsmönnum sem um ræðir yfir einni milljón króna.

Málin eru margvísleg en eitt málið laut að því að félagsmanni var ekki greiddur uppsagnafrestur eins og kjarasamningar kveða á um. Annað málið laut að því að leiðrétta þurfti laun vegna vinnu í matartímum og einnig var þar leiðrétting vegna aksturs í þágu vinnuveitenda. Þriðja málið laut að leiðréttingu á greiðslu fyrir aðalhreingerningar og fjórða málið laut að því að það vantaði yfirvinnutíma hjá þremur starfsmönnum fimm mánuði aftur í tímann.

Það liggur fyrir að ef minnsti vafi er á að fyrirtæki séu ekki að uppfylla ákvæði kjarasamninga gagnvart félagsmönnum þá fer félagið af fullri einurð í slík mál. En jákvæð niðurstaða fékkst í öll þessi mál eftir að félagið hafði farið yfir þau með þeim aðilum sem þau tengdust og kom því ekki til kasta þess að vísa þessum málum til lögmanns félagsins.

Rétt er að geta þess að frá nóvember 2003 hefur Verkalýðsfélag Akranes náð að verja réttindi sinna félagsmanna um sem nemur um 540 milljónum og takið eftir, yfir hálfan milljarð króna. En þetta eru allt mál þar sem félagið hefur þurft að hafa aðkomu, bæði með aðstoð lögmanna félagsins sem og mál sem unnist hafa fyrir dómstólum.

Það er mat formanns að það skiptir gríðarlegu máli fyrir félagsmenn að hafa öflug stéttarfélög til að verja sín réttindi ef þeir telja að verið sé að brjóta á þeim enda er leikurinn á milli launamannsins og atvinnurekandans afar ójafn og því gott að geta leitað til síns stéttarfélags.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image