• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Sep

Trúnaðarmannanámskeið dagana 21.-22. september

Dagana 21. til 22. september verður haldið námskeið fyrir trúnaðarmenn félagsins. Um er að ræða Trúnaðarmannanámskeið I, 2. þrep, en efni námskeiðsins er: lestur launaseðla, kynning á kjarasamningum, sjóðum og starfsemi félagsins svo og fræðsla um einelti á vinnustað. Skráning stendur yfir og enn eru laus pláss. Það er Félagsmálaskóli Alþýðu sem sér um skipulagningu og kennslu á námskeiðinu.

Samkvæmt kjarasamningum er trúnaðarmönnum heimilt að sækja námskeið í eina viku á ári án skerðingar á launum. Markmið slíkra námskeiða er að styrkja og efla trúnaðarmenn í sínum störfum.

Trúnaðarmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Vanti trúnaðarmann á vinnustaðinn þinn og viljir þú koma á kosningu veitir starfsfólk skrifstofu VLFA fúslega aðstoð við framkvæmdina. Athygli er vakin á því að eftir kosningu trúnaðarmanns þarf að tilkynna um kjörið til félagsins þar sem félagið þarf að tilnefna nýjan trúnaðarmann formlega.

Fréttir

Nýjar fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image