• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
15
Jul

Uppfærðar launatöflur aðgengilegar á vef VLFA

Nú liggur fyrir að samninganefnd Alþýðusambands Íslands hefur samþykkt samkomulag sem gert var við SA um breytingar á kjarasamningum sem undirritaðir voru þann 17. febrúar 2008.

Verkalýðsfélag Akraness skilaði Starfsgreinasambandi Íslands afstöðu sinni, en afstaða VLFA var ætíð skýr. Hún gekk út á það að atvinnurekendur stæðu í hvívetna við þann samning sem undirritaður var þann 17. febrúar 2008. Einungis tvö félög innan SGS vildu hafna því samkomulagi sem undirritað var 25. júní sl. við Samtök atvinnulífsins, það voru Verkalýðsfélag Akraness og Framsýn á Húsavík.

Verkalýðsfélag Akraness telur reyndar að fengnu lögfræðilegu áliti að samninganefnd ASÍ hafi ekki haft heimild til að fresta áður umsömdum launahækkunum eins og raunin varð. Það er alveg ljóst að félagið mun íhuga það sterklega þegar samningar eru lausir hvort félagið muni yfir höfuð veita SGS umboð til samningsgerðar aftur.

Vegna samkomulags um breytingar á kjarasamningum milli aðildarfélaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er rétt að minna félagsmenn á að kauptaxtar hækkuðu um kr. 6.750 frá 1. júlí sl.

Búið er að uppfæra kauptaxta hér á heimasíðunni í samræmi við þetta.

Uppfærðir kauptaxtar Samiðnar við SA eru væntanlegir, en  taxtahækkun í þeim samningi er kr. 8.750.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image