• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Jul

Væntingar um góðan kjarasamning starfsmanna Norðuráls

Starfsmenn Norðuráls vænta góðs samningsStarfsmenn Norðuráls vænta góðs samningsNú eru allflestir kjarasamningar Verkalýðsfélags Akraness frágengnir, þ.e.a.s. framlenging á kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins, Launanefnd sveitarfélaga og við Ríkið. Nú er einungis einn kjarasamningur eftir á þessu ári en það er kjarasamningur Norðuráls, en sá samningur rennur út í lok þessa árs.

Undirbúningur vegna kjarasamnings starfsmanna Norðuráls mun hefjast að loknum sumarleyfum, en það er ljóst að starfsmenn hafa eðlilega væntingar til töluverðra hækkana á sínum samningi.

Það er ljóst að þróun á heimsmarkaðsverði á áli mun hafa töluverð áhrif á það hvort góður næst eða ekki. Þegar gengið var frá samkomulagi við forsvarsmenn Norðuráls í febrúar sl. þá var álverð í sögulegu lágmarki þegar fengust undir 1300 dollarar fyrir tonnið.

Staðan í dag er mun betri en í febrúar og 17. júlí var álverðið t.a.m. komið upp í 1635 dollara fyrir tonnið sem er hækkun upp á 26% frá því í febrúar. Vissulega eru blikur á lofti varðandi álverð til lengri tíma, sérstaklega vegna birgðasöfnunar á heimsvísu, en Norðurál stendur vel að vígi hvað varðar sölu á áli því þeir hafa tryggt sölu á öllum sínum afurðum í það minnsta til ársins 2016.

Það skiptir gríðarlega miklu máli að álverð haldi áfram að hækka, enda mun það gefa Verkalýðsfélagi Akraness byr undir báða vængi þegar að kemur að kjarasamningagerð fyrir starfsmenn Norðuráls.

Það er skylda þeirra fyrirtækja sem eru hér á álmarkaðnum að greiða sínum starfsmönnum góð laun enda er hér um að ræða fyrirtæki sem eru að selja sínar afurðir í erlendri mynt og því til viðbótar hafa þessi fyrirtæki aðgengi að hagstæðum orkusamningum og síðast en ekki síst kost á afar hæfu og tryggu starfsfólki.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image