• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Oct

Fundur í Háskólabíói - Guð blessi heimilin

Síðastliðinn laugardag stóðu Verkalýðsfélag Akraness og VR fyrir opnum fundi í Háskólabíói sem bar yfirskriftina "Guð blessi heimilin -  okurvextir og verðtrygging, mesta böl þjóðarinnar". Framsögu á fundinum höfðu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ólafur Margeirsson doktor í hagfræði, Ásta Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Auk þess var fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis boðið að senda fulltrúa á fundinn til að kynna hvað þeirra flokkur ætlar að gera varðandi okurvextina og verðtrygginguna á lánum heimilanna.

Í sinni framsögu gagnrýndi Vilhjálmur, formaður VLFA, harðlega Seðlabankann og stjórnvöld og hvatti þau til að vera á tánum en ekki á hnjánum gagnvart fjármagnseigendum þegar kemur að því að verja heimili landsins gegn okurvöxtum og verðtryggingu. Hann benti meðal annars á það að verðtryggðir vextir á Íslandi eru hærri en óverðtryggðir vextir í löndunum í kringum okkur.

Einnig sagði Vilhjálmur að í raun ætti Seðlabankinn að vera fremstur í flokki í baráttunni fyrir afnámi verðtryggingar því þegar ókostir verðtrygginar á neytendalánum eru skoðaðir kemur í ljós að hún leiðir af sér aukið pen­inga­magn í um­ferð og verðbólguþrýst­ing, gengur gegn eðli­leg­um lög­mál­um og var­færni í lán­töku, hvet­ur til of mik­ill­ar skuld­setn­ing­ar og dreg­ur úr virkni pen­inga­mála­stefnu Seðlabank­ans.

Glærur Vilhjálms má skoða með því að smella hér.

Glærur Ólafs Margeirssonar má skoða með því að smella hér.

Fundinum var streymt beint á netinu og er hægt að hlusta og horfa hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image