• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Jul

Segjum nei við svartri atvinnustarfsemi

Samtök Iðnaðararins SI hafa nú hleypt af stokkunum auglýsingaátaki gegn svartri atvinnustarfsemi.  Stjón Verkalýðsfélags Akraness fagnar þessu átaki enda er svört atvinnustarfsemi eitt af okkar helstu samfélagsmeinum.

Svarti markaðurinn hefur grafið undir eðlilegu samkeppnisumhverfi fyrirtækja og veikir réttarstöðu einstaklinga, bæði þeirra sem vinna svarta vinnu og þeirra sem kaupa svarta vinnu.

Á heimasíðu SI má finna upplýsingar um svarta atvinnustarfsemi og þá fjármuni sem þjóðarbúið verður af vegna hennar á hverju ári. Þessa fjármuni þurfum við öll að taka þátt í að borga með aukinni skattheimtu og samdrætti í þjónustu hins opinbera. 

Á ársgrundvelli er talið að samfélagið sé svikið um 40 milljarða á ári, já 40 þúsund milljónir, engin smá upphæð það. Þessi upphæð dugir t.d. til að greiða skólamáltíðir fyrir 40 þúsund grunnskólanemendur í 13 ár ! 

það er morgunljóst að nú þarf þjóðarbúið á öllum þeim fjármunum að halda sem því ber í því skelfingar ástandi sem nú ríkir í íslensku efnahagslífi.  Það er með öllu óþolandi og ólíðandi að stunduð sé svört atvinnustarfsemi sem leiðir af sér að heiðarleg fyrirtæki eru ekki samkeppnishæf við þau fyrirtæki sem koma sér hjá því að greiða opinbergjöld.

Það er einnig mikilvægt fyrir launþega að vita að þeir eru að taka gríðarlega áhættu með slíku háttarlagi enda eru þeir ótryggðir ef eitthvað kemur fyrir.  Einnig eru þeir sem stunda svarta vinnu að verða af umtalsverðum réttindum sem þeir ávinna sér inn hjá sínum stéttarfélögum. 

Ríkið sem jú við sjálf  munar um 40 milljarða á ári.  Við erum að horfa upp á skerta þjónustu í heilbrigðiskerfinu, löggæslu og einnig er verið að skerða laun opinbera starfsmanna vegna samdráttar í tekjum ríkissjóðs og aukinnar skuldarbyði hjá hinu opinbera.  Það væri hægt að nota 40 milljarða til að efla atvinnu og standa vörð um velferðaþjónustuna.

Það er nauðsynlegt að allir taki þátt í að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi af hvaða toga sem hún kann að vera. Samfélagið þarfnast þessara fjármuna nú sem aldrei fyrr. Nánar má fræðast um átakið á heimasíðu SI.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image