• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness fundar um tilboð Samtaka atvinnulífsins á morgun Stjórn og trúnaðarráð VLFA fundar á morgun
03
Jun

Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness fundar um tilboð Samtaka atvinnulífsins á morgun

Í gær var formannafundur Starfsgreinasambands Íslands þar sem farið var yfir þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í samningamálum við Samtök atvinnulífsins, en eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá hafa Samtök atvinnulífsins hafnað því að standa við það samkomulag sem gert var 25. febrúar sl.

Á fundinum kom fram að tilboð SA felur í sér tvískiptingu umsaminna launahækkana sem koma áttu til framkvæmda 1. mars þannig að helmingur, 6.750 kr. bætist við mánaðarlaun nú 1. júlí en helmingur 1. nóvember. Ennfremur verði 3,5% hækkun á laun yfir launatöxtum frestað til 1. nóvember.

Þá er um frestun á umsaminni launahækkun um næstu áramót fram á haust 2010. Talið er líklegt að náist ekki samkomulag með tilslökunum verkalýðshreyfingarinnar á umsömdum launahækkunum muni Samtök Atvinnulífsins segja upp gildandi kjarasamningi og verða þá samningar lausir.

Mjög skiptar skoðanir voru á fundinum í gær um hvað gera skuli. Fram kom hjá formanni Verkalýðsfélags Akraness að hann telji að það eigi að standa fast í lappirnar og krefja atvinnurekendur um að standa við afar hófstilltan samning sem gerður var 17. febrúar 2008. Að öðrum kosti verði samningunum sagt upp.

Stjórn og trúnaðarráð mun koma saman til fundar á morgun þar sem farið verður yfir þessa alvarlegu stöðu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image