• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Jun

Þrír sjómenn heiðraðir í tilefni sjómannadags

Í hátíðarguðsþjónustu í Akraneskirkju í gær voru heiðraðir merkismenn í tilefni sjómannadagsins. Þeir sem heiðraðir voru eru þeir Kristján Pétursson fyrrv. skipstjóri á Höfrungi, Þorvaldur Guðmundsson fyrrv. skipstjóri á Akraborginni og yfirhafnarvörður hjá Faxaflóahöfnum og Stefán Lárus Pálsson fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður.

Að heiðruninni lokinni var gengið fylktu liði að minnismerki sjómanna á Akratorgi þar sem Eiríkur Jónsson formaður Sjómannadagsráðs lagði blómsveig að því eftir stutta athöfn.

Eftir athöfnina stóð Akraneskaupstaður fyrir hófi í safnaskálanum til heiðurs sjómönnunum þremur sem hlutu heiðursmerki sjómannadags.

Það er Verkalýðsfélag Akraness sem stendur að þessari athöfn er lýtur að heiðrun sjómanna, minningarathöfninni um týnda sjómenn og athöfninni sem fram fer á Akratorgi þar sem blómsveigur er lagður að minnisvarða um látna sjómenn.

Verkalýðsfélag Akraness óskar áðurnefndum aðilum innilega til hamingju með heiðrunina.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image