• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Áskorun til olíufélaganna Almennir starfsmenn olíufélaganna hafa orðið af 40.500 kr. á síðustu þremur mánuðum
09
Jun

Áskorun til olíufélaganna

Nú hafa öll olíufélögin tekið ákvörðun um að endurgreiða öllum þeim sem tóku bensín á bensínstöðvum fyrirtækisins þá daga sem ný eldsneytisgjöld ríkisstjórnarinnar voru rukkuð inn án þess að þau væru komin á birgðirnar. 

N1 lét reikna út fyrir sig að ofteknu gjöldin á áðurnefndu tímabilin námu um 9 milljónum króna. Þeir tilkynntu á sama tíma að þeir muni gefa ofteknu gjöldin til góðgerðarmála.

Verkalýðsfélag Akraness vill hins vegar minna öll olíufélögin á að bensínafgreiðslufólk og annað starfsfólk olíufélaganna sem starfar eftir lágmarkstöxtum á hinum almenna vinnumarkaði var þvingað til að afsala sér hækkun sem átti að taka gildi 1. mars sl., hækkun upp á 13.500 kr. á launataxta. Með öðrum orðum þá hefur afgreiðslufólk á bensínstöðvum orðið af 40.500 krónum á síðustu þremur mánuðum.

Á þeirri forsendu skorar Verkalýðsfélag Akraness á N1 sem og öll hin olíufélögin að greiða starfsfólki sínu sem vinnur eftir kjarasamningi á hinum almenna vinnumarkaði þá hækkun sem að fólkið var þvingað til að afsala sér 1. mars sl. Sem dæmi þá duga þær 9 milljónir sem N1 oftók til að greiða 222 starfsmönnum 40.500 krónur, eins og kjarasamningur þeirra var búinn að gera ráð fyrir að þeir sem starfa eftir taxtakerfi fengju.

En eins og frægt er þá gengu Samtök atvinnulífsins og samninganefnd ASÍ frá samkomulagi 25. febrúar sl. um frestun á hækkunum til 1. júlí nk. Nú liggur hins vegar fyrir að atvinnurekendur ætla ekki heldur að standa við það samkomulag sem gert var 25 febrúar sl, hugsanlega að hluta til.

Það er skoðun Verkalýðsfélags Akraness að olíufélögin hafi fulla burði til að standa við þann kjarasamning sem gerður var 17. febrúar 2008. Þúsundir starfsmanna starfa hjá olíufélögunum vítt og breitt um landið og vinnur stór hluti þessa fólks á lágmarkstöxtum.

Olíufélögin hafa verið dugleg við að varpa sínum vanda beint út í verðlagið og á þeirri forsendu er algerlega ástæðulaust að veita olíufélögunum afslátt á kjarasamningum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image