• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
10
Jun

7 milljónir innheimtar vegna vangoldinna launa

Þeir eru glaðir félagsmennirnir sem skrifstofa félagsins hefur verið að hafa samband við að undanförnu. En lögmaður félagsins hefur verið að vinna í innheimtumálum vegna vangoldinna launa í gjaldþroti nokkurra fyrirtækja.

Heildarupphæðin sem félagið hefur innheimt að undanförnu í gegnum Ábyrgðarsjóð launa nemur rétt tæpum 7 milljónum króna, en þau fyrirtæki sem um ræðir eru: Handafl - byggingafélag, Íslandsfrakt, Öryggismiðstöð Vesturlands, Byggingafélagið Baula, Nýbygg og P.M.T.

Öll þessi fyrirtæki hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta og í einu tilfellinu þurfti félagið að leita til dómsstóla til að gera kröfu á Ábyrgðasjóð launa mögulega. Einnig eru nokkur innheimtumál til viðbótar enn til meðferðar.

Þetta sýnir hversu mikilvæg stéttarfélög geta verið fyrir hinn almenna félagsmann, en öll þessi þjónusta er félagsmanninum að sjálfsögðu að kostnaðarlausu.

Það er hins vegar áhyggjuefni hversu langan tíma það getur tekið að ná greiðslum út úr Ábyrgðasjóði launa en það getur tekið allt frá 3-4 mánuðum upp í 12 mánuði og því er mikilvægt að félagsmenn sýni því eins mikinn skilning og kostur er.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image