• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Formannafundur ASÍ haldinn í gær Fundur stjórnar og trúnaðarráðs VLFA
12
Jun

Formannafundur ASÍ haldinn í gær

Í gær var haldinn formannafundur aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands þar sem farið var yfir þá vinnu sem lýtur að stöðugleikasáttmála og kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins.

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambandsins fór yfir horfur í íslensku efnahagslífi á næstu árum og er óhætt að segja að útlitið sé ekki beint bjart framundan ef spá hagdeildar Alþýðusambandsins gengur eftir.

Formaður félagsins gerði grein fyrir afstöðu félagsins til kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins og kom fram í máli hans að stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness telur að verkalýðshreyfingin í heild sinni eigi að standa fast á þeirri kröfu að atvinnurekendur standi við þann hóflega samning sem gerður var þann 17. febrúar 2008.

Einnig kom fram í máli formanns að ef það er vilji meirihluta aðildarfélaga ASÍ að taka tilboði sem Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram, þá mun Verkalýðsfélag Akraness hlíta þeirri lýðræðislegu niðurstöðu meirihluta verkalýðshreyfingarinnar. Í umræddu tilboði SA felst að þær launahækkanir sem taka áttu gildi núna 1. júlí frestast eins og aðrar hækkanir sem kveðið er á um í samningnum.

Það er gríðarlega mikilvægt að þær breytingar sem á að gera á því samkomulagi sem gert var 25. febrúar sl. verði lagðar í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal þeirra félagsmanna sem starfa eftir umræddum kjarasamningum. Slíkt var ekki hægt síðast, þrátt fyrir ósk Verkalýðsfélags Akraness og sex annarra stéttarfélaga. Nú virðist hins vegar vera nokkuð þétt samstaða um að slíkt verði gert, enda er allt annað ólýðræðisleg vinnubrögð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image