• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
Dec

VLFA hefur innheimt 48 milljónir fyrir félagsmenn vegna kjarasamningsbrota á árinu sem senn er á enda

Á árinu sem nú er senn á enda hefur Verkalýðsfélag Akraness náð að leiðrétta og verja réttindi sinna félagsmanna um sem nemur rætt tæpum 48 milljónum króna.

Allt eru þetta mál þar sem félagsmenn hafa komið og óskað eftir liðsinni félagsins við ná fram rétti sínum eftir að atvinnurekendur hafa hafnað greiðsluskyldu vegna hinna ýmsu mála. Sum þessara mála hefur tekist að leysa með samtölum við atvinnurekendur en sum hafa þurft að fara í lögfræðilegar innheimtur og nokkur fyrir dómstóla.

Stærsta einstaka leiðréttingin vannst fyrir félagsdómi en hún nam 30 milljónum og dreifðist á þá sem höfðu starfað í sumarafleysingum hjá Norðuráli á síðustu 4 árum. En málið laut að ágreiningi vegna túlkunar á útreikningi á orlofs-og desemberuppbótum og einnig á ávinnslu á starfsaldurhækkunum hjá Norðuráli.

Þessar leiðréttingar og hagsmunagæsla sýnir svo ekki verður um villst mikilvægi þess fyrir félagsmenn að vera aðilar að öflugum stéttarfélögum sem eru tilbúin að vaða eld og brennistein til að verja réttindi sinna félagsmanna.

Frá árinu 2004 til dagsins í dag hefur Verkalýðsfélag Akraness innheimt og leiðrétt kjarasamningsbrot fyrir sína félagsmenn um sem nemur tæpum 540 milljónum króna!

Í dag er félagið með 7 mál fyrir dómstólum, 6 mál fyrir Héraðsdómi og eitt fyrir Hæstarétti en það mál vann félagið fyrir Héraðsdómi Vesturlands fyrr í sumar en atvinnurekandinn áfrýjaði því máli til Hæstaréttar.

Formanni er það algerlega til efs að nokkurt stéttarfélag sé með jafn mörg mál fyrir dómstólum eins og Verkalýðsfélag Akraness, allavega ekki miðað við stærð.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image