• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
ISS yfirtekur fyrirtækjasamning Fangs Óbreytt réttindi starfsmanna Fangs tryggð
25
Jun

ISS yfirtekur fyrirtækjasamning Fangs

Eins og fram kom hér á heimasíðunni í gær þá tekur ISS Ísland við rekstri mötuneytis, ræstinga, þvottahúss og saumastofu af Fangi þann 1. júlí nk. Fang er í 100% eigu Elkem Ísland á Grundartanga.  Verkalýðsfélag Akraness gerði fyrirtækjasamning við Fang árið 2005 sem hefur tryggt starfsmönnum þess umtalsvert betri réttindi en gerast á hinum almenna vinnumarkaði.

Verkalýðsfélag Akraness gerði þá kröfu að ISS Ísland myndi yfirtaka áðurnefndan fyrirtækjasamning með öllum þeim réttindum sem í honum er kveðið á um.

Forsvarsmenn ISS voru ekki tilbúnir á fyrsta fundi til að fallast á þessa kröfu en í gær höfðu þeir samband við formann félagsins og hafa nú ákveðið að ganga í einu og öllu að þeim fyrirtækjasamningi sem er í gildi um þessi störf.

Er það gríðarlega mikilvægt enda kveður sá fyrirtækjasamningur á um mun betri launakjör og önnur réttindi en kjarasamningurinn á hinum almenna vinnumarkaði kveður á um.

Eins og fram kom hér á heimasíðunni í gær þá hefur Verkalýðsfélag Akraness óttast það stórlega að stóriðjufyrirtækin á Grundartanga muni í auknum mæli bjóða út í verktöku hluta af sinni starfsemi.  

Það er alveg morgun ljóst að það mun ekki þýða fyrir Elkem Ísland né Norðurál að bjóða verktökum að sjá um hin ýmsu verk á Grundartangasvæðinu til þess eins að komast hjá kjarasamningum sem eru búnir að vera við lýði í áratugi.  

Það er yfirlýst stefna Verkalýðsfélag Akraness að verja þá stóriðjusamninga sem er í gildi á Grundartangasvæðinu og verður það eins og áður hefur komið fram hér á þessari síðu gert með kjafti og klóm.

Verkalýðsfélag fagnar því að náðst hafi að tryggja réttindi starfsmanna Fangs áfram, en slíkt hefði ekki gerst nema með góðri samstöðu félagsins og starfsmanna.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image