• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Jan

Yfir 40% félagsmanna nýttu sér styrki úr sjúkrasjóði félagsins

Á árinu 2017 greiddi sjúkrasjóður Verkalýðsfélags Akraness rétt tæpar 70 milljónir út í formi styrkja og sjúkradagpeninga. En það voru 1.245 félagsmenn sem nýttu sér þjónustu sjúkrasjóðs félagsins eða sem nemur rúmum 40% félagsmanna.

Verkalýðsfélag Akraness greiddi líka út námsstyrki til 343 félagsmanna eða 10% af félagsmönnum úr starfsmenntasjóði sem félagið er aðili að og nam sú upphæð 18,7 milljónum. 

Félagsmenn VLFA geta sótt um margvíslega styrki úr sjúkrasjóði félagsins en þessir styrkir eru fyrir utan sjúkradagpeninga sem koma þegar veikindarétti hjá atvinnurekenda er lokið má helst nefna eftirfarandi styrki:

·         Fæðingarstyrkur

·         Heilsuefling – líkamsrækt

·         Gleraugnastyrkur

·         Sálfræðiþjónusta

·         Styrkur vegna heilsufarsskoðunar

·         Dánarbætur

·         Heyrnatækjastyrkur

·         Göngugreining

Þetta eru þeir styrkir sem félagsmenn nýta hvað helst úr sjúkrasjóði félagsins en af þessum 70 milljónum sem greiddar voru út þá námu sjúkradagpeningar vegna veikinda 35 milljónum og þar á eftir kom greiðsla vegna fæðingarstyrkja upp á tæpar 8 milljónir. Heilsufarsstyrkurinn var einnig vel nýttur en um 430 félagsmenn nýttu sér þennan styrk. Meðal þess sem félagsmenn geta nýtt þann styrk í er kostnaður vegna tannlækninga en greiðsla vegna þessa styrks nam tæpum 7 milljónum. 296 félagsmenn nýttu sér heilsueflingarstyrkinn og voru greiddar rúmar 5 milljónir vegna heilsueflingar félagsmanna.

Það er gríðarlega ánægjulegt að sjá hversu vel félagsmenn nýta sér styrki sem félagið býður upp á enda voru eins og áður sagði yfir 40% félagsmenn sem nýttu sér þessa þjónustu félagsins.

Að lokum er rétt að geta þess að verkfallssjóður Verkalýðsfélags Akraness greiddi uppundir 40 milljónir úr sjóðnum vegna verkfalls sjómanna við útgerðarmenn á síðasta ári. En verkfall sjómanna var lengsta verkfall í 37 ára sögu ríkissáttasemjara en verkfallið stóð yfir í 10 vikur.

Við sem stjórnum Verkalýðsfélagi Akraness erum nokkuð stolt af þeirri þjónustu sem félagið býður sínum félagsmönnum upp á en alltaf má gera betur og félagið bætir nánast alltaf einhverjum réttindum úr sjóðum félagsins við á hverju ári.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image