• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Fundað með forsvarsmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna Forsvarsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna
04
May

Fundað með forsvarsmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna

Forsvarsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna óskuðu eftir að funda með formanni félagsins um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna stóraukinnar skuldastöðu heimilanna í kjölfar bankahrunsins.

Að sjálfsögðu varð formaður félagsins við þessari ósk og fór fundurinn fram á skrifstofu félagsins síðastliðinn fimmtudag.

Fram kom í máli forsvarsmanna Hagsmunasamtakanna að samtökin hafa gríðarlega áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin vegna stóraukinnar skuldastöðu heimilanna í kjölfar bankahrunsins.  Samtökin krefjast þess að stjórnvöld komi tafarlaust með almennar aðgerðir er lúta að leiðréttingu gengis- og verðtryggðra lána. 

Fram kom í máli að forsvarsmanna samtakanna að þeir hafa verulegar áhyggjur af því að fólk gefist fljótlega upp á því að greiða af sínum skuldum sökum þess að forsendur verð- og gengistryggðra lána eru kolbrostnar. Þeim heimilum fjölgar ískyggilega hratt sem geta ekki staðið í skilum eða sjá hvorki tilgang né skynsemi í að greiða af lánum sem hækka stjórnlaust sökum þess ástands sem ríkir í íslensku efnahagslífi.  Um 42% heimila eru með bága eða neikvæða eiginfjárstöðu skv. gögnum frá Seðlabanka Íslands frá síðastu áramótum.

Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness samþykkti ályktun sem byggist að stórum hluta á sömu kröfu og Hagsmunasamtök heimilanna leggja upp með, þ.e.a.s að stjórnvöld verða að koma með róttækar aðgerðir til bjargar heimilunum og verða þær aðgerðir að byggjast á leiðréttingu og niðurfærslu á skuldum heimilanna.

Heimasíða Hagsmunasamtaka heimilanna er www.heimilin.is

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image