• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
7. bekkur Brekkubæjarskóla kíkti í heimsókn á skrifstofu félagsins 7. bekkur Brekkubæjarskóla ásamt Jónu Adolfsdóttur
07
May

7. bekkur Brekkubæjarskóla kíkti í heimsókn á skrifstofu félagsins

Rétt í þessu heimsóttu krakkar í 7. bekk Brekkubæjarskóla skrifstofu félagsins ásamt Jónu Adolfsdóttur, skólaliða. Jóna situr í trúnaðarráði Verkalýðsfélags Akraness.

Formaður félagsins fór stuttlega með þeim yfir starfsemi stéttarfélaga, hver helstu verkefni verkalýðshreyfingarinnar væri og er alltaf ánægjulegt að fá heimsóknir frá grunnskólum bæjarins.

Það er fastur liður í starfsemi Verkalýðsfélags Akraness að kynna starfsemina fyrir 16 ára unglingum sem starfa í vinnuskóla bæjarins ár hvert enda er það mjög mikilvægt að fræða komandi kynslóðir um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði og mikilvægi stéttarfélaganna í hagsmunabaráttu fyrir sína félagsmenn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image