• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
May

Taka þarf á ofurlaunum forstjóra lífeyrissjóða

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness hefur oft fjallað um málefni lífeyrissjóðanna á stjórnarfundum og lagt fram gagnrýni bæði á ofurlaun og einnig aðkomu atvinnurekenda að stjórnum sjóðanna. Það er mat stjórnar VLFA að atvinnurekendur eigi ekkert með að véla með lífeyri verkafólks og ómögulegt sé að treysta því að fjárfestingarstefna sjóðanna litist ekki af setu atvinnurekenda í stjórnum þeirra. 

Það er mat stjórnar VLFA að það verði að taka á þeirri ofurlaunastefnu sem ríkt hefur í lífeyrissjóðum margra lífeyrissjóða og það þurfi að bæta siðferði og gegnsæi í starfsemi sjóðanna.

Launakjör forstjóra einstaka lífeyrissjóða eru komin úr öllum takti við það sem er að gerast í samfélaginu þegar þau nema um 30 milljónum á ári.  Formaður Verkalýðsfélags Akraness spyr sig, hvar liggur ábyrgð stjórnenda á slíkum ofurlaunum þegar sjóðirnir eru að tapa tugum milljarða króna?  Því miður fara ofurlaun og ábyrgð greinilega ekki alltaf saman eins og dæmin í lífeyrissjóðunum sýna klárlega.  Það gengur alls ekki upp að sjóðsfélagar sæti skerðingum á sínum lífeyrisgreiðslum á sama tíma og slík ofurlaun eru greidd forstjórum sjóðanna.

Það er afar ánægjulegt að sjá að nýir stjórnarmenn VR hafa í hyggju að taka á þessum ofurlaunum sem greidd hafa verið í lífeyrissjóði verslunarmanna en forstjóri þess sjóðs var með um 30 milljónir í árslaun samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2007.  Ragnar Þór Ingólfsson nýr stjórnarmaður VR ritar á bloggsíðu sína að hann hafi í hyggju að leggja það til við stjórn eða ársfund lífeyrissjóðs verslunarmanna að launakjör forstjóra sjóðsins verði lækkuð allverulega og verði ei hærri en laun forsætisráðherra.  

Formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnar því að nýir stjórnarmenn VR séu á sömu skoðun og stjórn VLFA í málum er lúta að ofurlaunum lífeyrissjóðanna og að það þurfi að bæta siðferði og gegnsæi í starfsemi lífeyrissjóðanna.  

Hægt að lesa blogg Ragnars Þ Ingólfssonar stjórnarmanns í VR með því að smella hér.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image