• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
18
May

Tillaga að lausn á deilunni um arðgreiðslur Orkuveitunnar

Formaður Verkalýðsfélags Akraness gerir það að tillögu sinni að stjórn Orkuveitu Reykjavíkur standi í hvívetna við gerða kjarasamninga og lækki arðgreiðslu til eigenda um 400 milljónir.

Það liggur fyrir að Orkuveitan er að spara um 400 milljónir á ári vegna þess að starfsmenn OR voru tilbúnir að lækka laun sín vegna erfiðleika í rekstri.  Einnig voru starfsmenn OR þvingaðir til að fresta áður umsömdum launahækkunum sem áttu að taka gildi 1. mars sl.

Eins og frægt er orðið þá hefur stjórn OR ákveðið að greiða út arð sem nemur 800 milljónum króna á sama tíma og starfsmenn taka á sig launalækkun sem nemur 400 milljónum á ársgrundvelli.  Með því að lækka arðgreiðsluna um 400 milljónir og láta starfsmenn fá þær greiðslur sem kjarasamningur þeirra kveður á um þá næðist farsæl lausn í þessari deilu.

Vissulega er rétt að þær arðgreiðslur sem OR greiðir út eru að ganga til þeirra sveitarfélaga sem eru eignaraðilar að Orkuveitunni og fara því inní samfélagið aftur.  Það gengur hins vegar ekki upp að launþegar sem hafa þurft að horfa uppá stóraukna greiðslubyrði á undanförnum mánuðum þurfi að fresta hækkunum og lækka sín launakjör á sama tíma og slíkar greiðslur eiga sér stað hjá fyrirtækjum.

Það er alls ekki hægt að fara fram á það við launþega þessa lands að þeir afsali sér eða fresti sínum kjarasamningsbundnu launahækkunum á meðan fyrirtæki greiða út arðgreiðslur eins og við höfum orðið vitni að að undanförnu.

Akraneskaupstaður á 5,5% í Orkuveitunni og fengi því um 45 milljónir í arðgreiðslu af þeim 800 milljónum sem til stendur að greiða út.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image