• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Eru nýjar hækkanir á veltusköttum árangur viðræðna um stöðugleikasáttmála? Fulltrúar stjórnvalda og aðilar vinnumarkaðarins ræða um stöðugleikasáttmála - mbl.is
29
May

Eru nýjar hækkanir á veltusköttum árangur viðræðna um stöðugleikasáttmála?

Í gær samþykkti Alþingi nýtt frumvarp sem gerir ráð fyrir að áfengisgjald og tóbaksgjald hækki um 15%, bifreiðagjald hækki um 10%, olíugjald um 5 krónur og almennt vörugjald á bensín um 10 krónur. Þessir nýju veltuskattar eiga að skila ríkissjóði tæpum fimm milljörðum króna á ári. Hins gerir þetta það að verkum að vegna verðtryggingarinnar þá aukast skuldir heimilanna um allt að 8 milljarða króna.

Er þetta árangurinn af þeim viðræðum sem forseti Alþýðusambands Íslands og forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa átt við stjórnvöld að undanförnu varðandi stöðugleika í íslensku samfélagi?

Það er alveg morgunljóst að það gengur ekki upp að ríki, sveitarfélög, verlslunareigendur, tryggingafélög og aðrir þjónustuaðilar varpi sínum vanda út í verðlagið á meðan launþegar þurfa ekki aðeins að taka við gríðarlegri aukningu á greiðslubyrði heldur einnig að sæta skerðingum á sínum launakjörum. Vart getur þetta verið stöðugleikinn sem menn eru að vinna að.

Krafan er skýr, þær launahækkanir sem frestað var í febrúar sl. taki strax gildi 1. júlí nk. Annað kemur ekki til greina af hálfu margra verkalýðsfélaga.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image