• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Apr

Sjálfstætt starfandi læknar gera samkomulag um hækkun á einingaverði um 9,02%

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherraÖgmundur Jónasson, heilbrigðisráðherraÍ gær var haldinn fundur sem heilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson, boðaði til þar semstaða heilbrigðisþjónustunnar og framtíðarhorfur voru til umræðu. Til þessa fundar voru boðaðirallir trúnaðarmenn stéttarfélaga innan heilbrigðisþjónustunnar auk formenn stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands og BSRB.

Mætingin á fundinn var afar góð og komu fjölmargar spurningar til ráðherra. Fram kom í máli hans að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu á þessu ári er rétt tæpir 7 milljarðar og ljóst að slíkur niðurskurður mun bitna á þjónustunni. Það kom einnig fram í máli ráðherra að hann vilji reyna að verja störfin innan heilbrigðisþjónustunnar og reynt verði að gæta að hag þeirra tekjulægstu.

Formaður Verkalýðsfélags Akraness tók til máls á fundinum og sagði afar brýnt að slegin yrði skjaldborg um þá sem væru á lægstu kjörunum en því miður hefur niðurskurður undanfarinna ára oft bitnað á þeim sem eru með hvað lægstu launin. Nægir að nefna í þeim efnum útboð í ræstingum, þvottahúsum og öðru slíku og sem dæmi þá hefur þvottahúsinu á Sjúkrahúsi Akraness verið lokað og við það töpuðust nokkur störf.

Formaður lagði einnig fyrirspurn fyrir ráðherra sem byggðist á því hvort ekki skyti skökku við að gengið hafi verið frá samkomulagi við sjálfstætt starfandi lækna þann 25. mars sl. um að einingarverð skyldi hækka úr 266 kr. í 290 kr. þann 1. júní nk. sem gerir 9,02% hækkun. Á sama tíma er verið að skera niður í heilbrigðiskerfinu um 6,7 milljarða og það liggur einnig fyrir að hér er um tekjuhæstu einstaklingana innan heilbrigðiskerfisins að ræða. Rétt er að geta þess að einingaverð til sjálfstætt starfandi lækna hækkaði 1. apríl 2008 úr 254 kr. í 266 kr. og þegar hækkunin í 290 kr. þann 1. júní nk. hefur tekið gildi þá hefur einingaverðið hækkað um 14% á rétt rúmu ári. Samkomulagið er hægt að skoða hér.

Það er einnig rétt að benda á að kjarasamningar ófaglærðra starfsmanna heilbrigðisstofnanna innan SGS rann út 31. mars sl. og ljóst að þetta samkomulag mun klárlega gefa tóninn í þeim viðræðum sem nú standa yfir við fjármálaráðherra. A.m.k. er það skoðun formanns Verkalýðsfélags Akraness að það gangi ekki upp að ganga frá slíku samkomulagi á sama tíma og verið er að skera niður launakjör hjá ófaglærðum í umtalsverðum mæli.

Ögmundi Jónassyni, heilbrigðisráðherra, var fullkunnugt um þetta samkomulag og kom fram í svari hans að hann hafi óskaði eftir því við sjálfstætt starfandi lækna að þeir myndu falla frá þessari hækkun en því hafi þeir alfarið hafnað. Þeir hafi hins vegar fallist á að fresta hækkuninni sem taka átti gildi 1. apríl sl. til 1. júní nk.

Formanni leikur forvitni á að vita hvað þessi einingahækkun muni þýða fyrir ríkissjóð og einnig hvort þessi hækkun muni ekki leiða til aukinnar gjaldtöku hjá sjúklingum. Það er einnig skoður Verkalýðsfélags Akraness að slegin verði skjaldborg um þá tekjulægstu og það sem verði til skiptanna hjá ríkissjóði komi til þeirra einstaklinga sem eru á lægstu laununum. Um þetta þarf að ríkja þjóðarsátt.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image