• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Apr

Verkalýðsfélag Akraness stendur fyrir opnum stjórnmálafundi með frambjóðendum

Það vakti mikla furðu hjá formanni Verkalýðsfélags Akraness þegar hann komst að því að ekki var fyrirhugað að halda opinn borgarafund hér á Akranesi fyrir einar mikilvægustu alþingiskosningar sem haldnar hafa verið hér síðustu áratugi.

Vel á fimmta þúsund kjósendur í Norðvestur kjördæmi eru búsettir á Akranesi, eða sem nemur 21% allra kjósenda kjördæmisins.

Á þeirri forsendu hversu gríðarlega mikilvægar þessar kosningar eru fyrir heimilin og fyrirtækin í þessu landi ákvað Verkalýðsfélag Akraness að standa fyrir opnum borgarafundi á sunnudaginn kemur. Fundurinn verður haldinn í Bíóhöllinni á Akranesi og hefst klukkan 15:00.

Verkalýðsfélag Akraness vill fá skýr svör frá frambjóðendum flokkanna um hver úrræði þeirra séu fyrir fólkið og fyrirtækin í þessu landi en um þessar mundir blæðir íslenskum heimilum illilega vegna þess efnahagshruns sem hefur orðið í kjölfar bankahrunsins.

Fundurinn er fyrirhugaður með þeim hætti að einn frambjóðandi frá hverjum flokki fyrir sig mun sitja í pallborði og gefst frambjóðendum kostur á framsögu og í kjölfarið munu verða leyfðar fyrirspurnir úr sal. Einnig mun formaður Verkalýðsfélags Akraness mun flytja stutt ávarp í upphafi fundar.

Fundarstjóri verður Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns.

Verkalýðsfélag Akraness hvetur alla til að fjölmenna á fundinn og krefja frambjóðendur um skýr svör varðandi þeirra stefnumál og hvernig þeir hyggjast leysa vanda heimilanna og fyrirtækjanna í landinu.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image