• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Sep

Undirbúningur að kjarasamningi við Íslenska járnblendifélagið kominn á fulla ferð

Formaður félagsins hefur ásamt trúnaðarmönnum Íslenska járnblendifélagsins  fundað með þremur vakthópum og í dag var fundað með dagvinnumönnum. Á þessum fundum eru starfsmenn að fara yfir hvaða kröfur starfsmenn vilja leggja mestu áherslu á í komandi Kjarasamningum, og ennfremur hafa starfsmenn komið með margar tillögur í kröfugerðina .   Það á eftir  að funda með tveimur  vöktum og eru þeir fundir fyrirhugaðir með þeim á næstu dögum.
 

Starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins, Fangs, GT Tækni og Klafa hafa skorað á þau stéttarfélög sem eiga aðild að kjarasamningi við Íslenska járnblendifélagið að tryggt verði að kjarasamningurinn verði lámarks samningur á starfssvæði járnblendifélagsins.
 

Verkalýðsfélag Akraness er innilega sammála þeim starfsmönnum sem skorað hafa á stéttarfélögin að standa vörð um þann kjarasamning sem starfsmenn  ÍJ hafa með elju og atorkusemi náð á liðnum áratugum.
 

Það blasir við hvað vakir fyrir eigendum Íslenska járnblendifélagsins.
 

Nú þegar er Íslenska járnblendifélagið búið að stofna þrjú dótturfyrirtæki með það eitt í huga að lækka rekstrarkostnað Íslenska járnblendifélagsins, og er það gert með því að starfsmenn taki laun eftir öðrum kjarasamningi en Íslenska járnblendifélagsins.   
 

Verkalýðsfélag Akraness mun taka þessa áskorun mjög alvarlega   og mun  leggja sitt að mörkum til að tryggja að kjarasamningur Íslenska járnblendifélagsins verði lámarks samningur á járnblendisvæðinu.  Hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir okkar félagsmenn sem og alla sem starfa á þessu svæði.   

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image