• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, í heimsókn á skrifstofu félagsins Vilhjálmur Birgisson og Guðbjartur Hannesson
24
Apr

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, í heimsókn á skrifstofu félagsins

Í dag leit Guðbjartur Hannesson, frambjóðandi Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi og forseti Alþingis við á skrifstofu félagsins. Gerði Guðbjartur formanni grein fyrir helstu stefnumálum flokksins í komandi kosningabaráttu og átti formaður gott spjall við hann.

Formaður greindi Guðbjarti frá því að aðalfundur Verkalýðsfélag Akraness hefði samþykkt ályktun þar sem fram kemur að fundurinn teldi afar brýnt að til kæmi einhvers konar niðurfærsla eða leiðrétting á skuldum heimilanna. Það liggur fyrir að í dag eru um 40.000 einstaklingar með neikvæða eiginfjárstöðu þannig að með öðrum orðum þá skulda þessir einstaklingar meira en þeir eiga.

Það bendir margt til þess að þetta eigi einungis eftir að versna þar sem Seðlabankinn gerir ráð fyrir að fasteignaverð eigi eftir að falla um allt að 50% á næstu misserum. Á þeirri forsendu óttast VLFA að skuldsett heimili taki einfaldlega þá ákvörðun að hætta að greiða af sínum skuldum með skelfilegum afleiðingum fyrir allt samfélagið.

Það var ánægjulegt að heyra hjá forseta Alþingis að Samfylkingin hyggist breyta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi með svokallaðri fyrningarleið, en í þessu kjördæmi hefur núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi leikið marga grátt. Það er með öllu óþolandi að til séu útgerðarmenn sem sýna ekki samfélagslega ábyrgð og geti selt sínar aflaheimildir og skilið sjómenn og fiskvinnslufólk eftir atvinnulaust í átthagafjötrum.

Það er alltaf ánægjulegt þegar frambjóðendur og þingmenn í kjördæminu sjá sér fært að kíkja í heimsókn á skrifstofu félagsins og er ávalt tekið vel á móti öllum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image