• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Mar

Áskorun til fyrirtækja

Þrátt fyrir samkomulag Samninganefndar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins um frestun á launahækkunum sem koma áttu til framkvæmda 1. mars skorar Verkalýðsfélag Akraness á öll fyrirtæki sem aðild eiga að samningnum að hækka laun starfsmanna þann 1. mars sem nemur áður boðuðum hækkunum. Samkvæmt samningnum áttu lágmarkslaun félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness að hækka um kr. 13.500,- og önnur laun um 3,5%. 

Það er ljóst að það eru fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði sem hafa ráðrúm til að standa við þann kjarasamning sem undirritaður var 17. febrúar 2008 á hinum almenna vinnumarkaði og á þeirri forsendu hvetur VLFA fyrirtæki til að hækka laun í samræmi við áðurnefndar hækkanir.  Rétt er einnig að minna á að þeir samningar sem í gildu eru, eru lágmarkssamningar og það er ekkert sem bannar fyrirtækjum að hækka laun í takt við þær hækkanir sem áttu að koma 1. mars sl. 

Það er einnig ljóst að íslenskt verkafólk á í verulegum vandræðum sökum þess að allt hefur verið að hækka. T.d hafa lán vegna húsnæðiskaupa, bílalán, matvara og önnur þjónusta verið að hækka gríðarlega á undanförnum misserum.  Á þeirri forsendu gengur erfiðlega fyrir lágtekjufólk að láta enda ná saman enda hefur greiðslubyrði margra hækkað um tugi þúsunda á mánuði.  Því er afar mikilvægt að þeir atvinnurekendur sem geta staðið við þær launahækkanir sem áttu að koma 1. mars sl. láti þær koma til framkvæmda sem allra fyrst

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image