• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
03
Mar

Er lélegri loðnuvertíð lokið?

Faxi REÁhöfnin á Faxa RE virðist hafa lokið við loðnuleit á svæðinu vestur og norðvestur af Snæfellsnesi og samkvæmt upplýsingum sem formaður hefur aflað sér þá virðist leitin ekki hafa borið árangur.  Faxinn liggur nú bundinn við bryggju hér á Akranesi. Loðnuleitin fór fram í samvinnu við Hafrannsóknastofnunina en Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur var um borð í skipinu.

Það er æði margt sem bendir til þess að frekari loðnuveiðar á þessari vertíð sé nú lokið, en loðnukvótinn þetta árið nam einungis 15 þúsund tonnum.  það komu þrjú þúsund tonn í hlut HB Granda og fór aflinn til hrognatöku, frystingar og bræðslu.  Alls var unnið úr um 3.000 tonnum eins og áður sagði af loðnu og var hrognanýtingin rúmlega 15%.

Það er ljóst að það eru mikil vonbrigði bæði fyrir sjómenn og útgerðir að ekki hafi fundist loðna til hægt hefði verið að gefa út frekari kvóta þetta árið og mun þessi aflabrestur hafa töluverð áhrif á tekjur sjómanna.  Fjölmargir skipverjar eru félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness, bæði á skipum frá HB Granda og einnig fleiri útgerðum.

Samkvæmt upplýsingum sem formaður hefur aflað sér þá er stefnt að því að Ingunn AK og Lundey NS fari til gulldepluveiða það gæti hins vegar breyst ef svokölluð vestanganga loðnu myndi óvænt gera vart við sig.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image