• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
04
Mar

Hver er stefna stjórnmálaflokkana í stóriðjumálum?

Stóriðjufyrirtækin á Grundartanga gríðarlega mikilvæg fyrir atvinnulífiðStóriðjufyrirtækin á Grundartanga gríðarlega mikilvæg fyrir atvinnulífiðFormaður Verkalýðsfélags Akraness hefur verulegar áhyggjur af stefnu Vinstri - Grænna í stóriðjumálum en eins og fram kom í fréttum Rúv í hádeginu þá  styður Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra ekki frumvarp ríkisstjórnarinnar um byggingu og rekstur álvers í Helguvík sem Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra leggur fram.

Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í hádegisfréttum RÚV.

Frumvarpið gerir ráð fyrir því að  iðnaðarráðherra fái heimild til að ganga til samninga við Century Aluminum Company og Norðurál vegna byggingar og reksturs álvers í Helguvík.

Það er morgunljóst að stóriðjan á Grundartanga bæði Norðurál og Elkem Ísland hafa gjörsamlega bjargað atvinnulífinu hér á Akranesi og vill formaður félagsins ekki hugsa þá hugsun til enda ef þessi tvö stóriðjufyrirtæki væru ekki til staðar í dag.  Í dag starfa um 560 manns hjá Norðuráli og yfir 200 manns hjá Elkem ísland.  Þessu til viðbótar eru nokkur hundruð afleidd störf sem tengjast þessum tveimur verksmiðjum .

það er einnig ljóst að atvinnuástandið hér á Akranesi væri afar bágborið ef við hefðum ekki þessi tvö öflugu fyrirtæki á okkar félagssvæði og hafa þessi þessi fyrirtæki gert það að verkum að á Akranesi hefur vaxið öflugt og gott samfélag.

Núverandi stjórnarflokkar sem og allir stjórnmálaflokkar þurfa að svara því með afgerandi hætti fyrir kosningar hver stefna þeirra er til stóriðjumála t.d. álver á Bakka við Húsavík, álver í Helguvík og kísilflöguverksmiðju á Grundartanga ef hún verður að veruleika. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image